Færsluflokkur: Menntun og skóli

Fáfræði kemur af viljaleysi til að taka ábyrgð í samfélaginu og vernda börn!

Fyrir þá sem ekki vita,þá er Blátt áfram forvarnaverkefni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum í Íslandi.  Hef verið að velta því fyrir mér hvernig hægt er að hafa áhrif á þá sem ekki vita eða vilja vita af málaflokknum. Gefa fólki smá smörþef af því sem virkilega er um að vera og tölurnar sem til eru um kynferðislegt ofbeldi er svo sannalega ekki bara tölur á blaði. Ein af hverjum fimm stúlkum og einn af hverjum tíu drengjum verða fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur(rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur félagsráðgjafa 2002)

Blátt áfram fer í grunn og leikskóla landsins með fræðsluna. Bæði fyrir foreldra og kennara. Fullorðna fólkið ber jú alltaf ábyrgðina. Á þeim heimilum sem verið er að beita börn ofbeldi þá koma foreldra eða aðrir ekki til þess að hlusta á okkur. Við sjáum við þeim með því að gera auglýsingaherferðir sem sýndar eru í sjónvarpi og börnin fá þá skýr skilaboð um að ofbeldið sé ekki í lagi og þau geti leitað hjálpar. Búin að fá staðfestingar frá fleiri fjölskyldum að upp um komst er barnið horfði á auglýsinguna. Í hvert sinn er við tölum, hvort sem það er í skólum, við kennara,foreldra eða börn þá er það alltaf einhver sem leitar sér hjálpar og segir frá ofbeldi, ekki alltaf því alversta, sem betur fer, en einhverju ofbeldi og fær tækifæri til að leita sér aðstoðar.

Blátt áfram er að spara landinu milljónir í kostnað vegna sálræns eða líkamlegra kvilla sem upp koma á efri árum(sjá blattafram.is / ráðstefna 2008)  Símtöl í hverri viku frá skólum, foreldrum, sálfræðingum sem eru að leita hjálpar um grun á ofbeldi. Það vantar almennar upplýsingar um ferlin og hvaða hjálp er í boði. Blátt áfram vísar aðilum áfram til sérfræðinga. Barnahús, barnaverndarnefnda og Stígamóta.  Breytingin er að hefjast en mikið þarf til að halda áfram umræðunni. Þú skiptir máli í umræðuni og með því gerum við ofbeldismönnunum erfiðara fyrir. Því þeir treysta á að við viljum ekki opna umræðuna um kynferðislegt ofbeldi og erum þá að samþykkja það í okkar samfélagi. Skora á þig að gera eitthvað eitt á hverjum degi til að opna umræðuna.

Fólk er að taka við sér en það þarf að gerast meira og hvet þig til að vera einn af þeim sem vill koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi, því það er hægt að koma í veg fyrir það!  Með fræðslu og forvörnum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband