21.5.2008 | 15:29
Veist þú hvað barnið þitt er að gera eitt heima á daginn?
Þú verndar bönin í þínu hverfi á hverjum degi, af hverju gerir þú það ekki á netinu?
Justin Berry fékk vefmyndavél og um leið opnaðist nýr heimur. Heimur ofbeldismanna sem komust inná heimilið hans í gegnum netið og vefmyndavél! Justin var hér á landinu á vegum Blátt áfram ráðstefnunnar í síðustu viku. Hann fór í Laugarlækjaskóla og ræddi við unglingana um hætturnar á netinu.
Hann spurði unglingana hve margir væri með eigin vefsíðu? Nær allir réttu upp hönd.
Hann spurði hve margir eru með vefmynda vél? Nær allir réttu upp hönd.
Hann spurði hve margir er með tölvuna í herberginu? Meira en helmingur unglinganna rétti upp hönd.
Það var ótrúlegt að fylgjast með honum segja unglingunum sína sögu og viðbrögðum þeirra við því að þau væru jafnvel búin að setja of mikið af upplýsingum um sjálfan sig á netinu.
Unglingar og börn vita miklu meira um netið heldur en fullorðna fólkið. Fyrir þeim er þetta ekki netbanki og netvinur, heldur þau fara í bankann og spjalla við vini á netinu.
Hefur þú spurt þau við hvern þau eru að tala á netinu?
Ef barnið þitt stæði fyrir utan húsið klukkutíma á dag að tala við einhverj ókunnugan, hvað myndir þú gera? Ef af hverju kannar þú ekki við hvern barnið er að tala á netinu?
Börnin eru sjálf farinn að vara sig á ofbeldismönnum og senda hvort öðru nöfn þeirra sem ber að varast. Eru þau að segja fullorðna fólkinu frá því? Eru þau að leita sér hjálpar? Vita þau af hættum netsins? Hver viltu að fræði barnið þitt um hættur netsins? Þú eða ofbeldismaðurinn?
Eftir að hafa hitt Justin og rædd við hann um hans hræðilegu reynslu og áhyggjur hans af afskiptaleysi foreldra, veldur mér áfram hugarangri um málaflokkinn. Við verðum að hætta að trúa því að svona lagað gæti ekki gerst á okkar heimili eða í okkar fjölskyldu.
Kynntu þér málið - linkur hér fyrir neðan
Nytimes.com/justinberry
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2008 | 17:25
Oftast þægilegustu og vinsælustu og koma vel fyrir...
Í ljósi fréttaflutnings síðustu daga er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að "kynferðisafbrotamenn" koma mjög vel fyrir, þægilegir og vinsælir. Vilja vinna þar sem þeir geta náð til barna og unglinga.
Flestir afbrotamennirnir eru ekki á sakaskrá. Og hafa verður í huga að þeir eru fjölskyldumenn og feður. Ég tel að þessi mál sem eru að koma uppá yfirborðið sé rétt byrjunin. Tökum ábyrgðina og byrgjum brunninn svo fleiri börn detta ekki í hann. Það er hægt að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi með fræðslu. Ert þú búin að fá fræðslu? Við förum á hundanámskeið, kokkanámskeið, í skóla til að "verða eitthvað" en af hverju ekki þegar við eignumst börnin okkar?
Hef heyrt af konu sem henti 7 skrefa bæklingnum og sagt þetta gerist ekki í minni fjölskyldu, þarf ekki að fræða mín börn. Nokkrum mánuðum seinna kom það upp að barnið hennar hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ekki halda að þú þekkir alla sem eru í fjölskyldunni þinni og að því séu svona eða hinsegin. Taktu ákvörun og verndaðu börn. Öll börn í þínu umhverfi, ekki bara þín eigin.
Það er ekki verið að gera afbrotamenn úr öllu fólki, heldur hvetja fólk til að horfast í augu við raunveruleikan sem börnin okkar lifa við. Hvenær ætlum við að velja börnin og styðja þau?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir þá sem ekki vita,þá er Blátt áfram forvarnaverkefni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum í Íslandi. Hef verið að velta því fyrir mér hvernig hægt er að hafa áhrif á þá sem ekki vita eða vilja vita af málaflokknum. Gefa fólki smá smörþef af því sem virkilega er um að vera og tölurnar sem til eru um kynferðislegt ofbeldi er svo sannalega ekki bara tölur á blaði. Ein af hverjum fimm stúlkum og einn af hverjum tíu drengjum verða fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur(rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur félagsráðgjafa 2002)
Blátt áfram fer í grunn og leikskóla landsins með fræðsluna. Bæði fyrir foreldra og kennara. Fullorðna fólkið ber jú alltaf ábyrgðina. Á þeim heimilum sem verið er að beita börn ofbeldi þá koma foreldra eða aðrir ekki til þess að hlusta á okkur. Við sjáum við þeim með því að gera auglýsingaherferðir sem sýndar eru í sjónvarpi og börnin fá þá skýr skilaboð um að ofbeldið sé ekki í lagi og þau geti leitað hjálpar. Búin að fá staðfestingar frá fleiri fjölskyldum að upp um komst er barnið horfði á auglýsinguna. Í hvert sinn er við tölum, hvort sem það er í skólum, við kennara,foreldra eða börn þá er það alltaf einhver sem leitar sér hjálpar og segir frá ofbeldi, ekki alltaf því alversta, sem betur fer, en einhverju ofbeldi og fær tækifæri til að leita sér aðstoðar.
Blátt áfram er að spara landinu milljónir í kostnað vegna sálræns eða líkamlegra kvilla sem upp koma á efri árum(sjá blattafram.is / ráðstefna 2008) Símtöl í hverri viku frá skólum, foreldrum, sálfræðingum sem eru að leita hjálpar um grun á ofbeldi. Það vantar almennar upplýsingar um ferlin og hvaða hjálp er í boði. Blátt áfram vísar aðilum áfram til sérfræðinga. Barnahús, barnaverndarnefnda og Stígamóta. Breytingin er að hefjast en mikið þarf til að halda áfram umræðunni. Þú skiptir máli í umræðuni og með því gerum við ofbeldismönnunum erfiðara fyrir. Því þeir treysta á að við viljum ekki opna umræðuna um kynferðislegt ofbeldi og erum þá að samþykkja það í okkar samfélagi. Skora á þig að gera eitthvað eitt á hverjum degi til að opna umræðuna.
Fólk er að taka við sér en það þarf að gerast meira og hvet þig til að vera einn af þeim sem vill koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi, því það er hægt að koma í veg fyrir það! Með fræðslu og forvörnum.