Oftast þægilegustu og vinsælustu og koma vel fyrir...

Í ljósi fréttaflutnings síðustu daga er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að "kynferðisafbrotamenn" koma mjög vel fyrir, þægilegir og vinsælir. Vilja vinna þar sem þeir geta náð til barna og unglinga.

Flestir afbrotamennirnir eru ekki á sakaskrá. Og hafa verður í huga að þeir eru fjölskyldumenn og feður. Ég tel að þessi mál sem eru að koma uppá yfirborðið sé rétt byrjunin. Tökum ábyrgðina og byrgjum brunninn svo fleiri börn detta ekki í hann. Það er hægt að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi með fræðslu. Ert þú búin að fá fræðslu? Við förum á hundanámskeið, kokkanámskeið, í skóla til að "verða eitthvað" en af hverju ekki þegar við eignumst börnin okkar?

Hef heyrt af konu sem henti 7 skrefa bæklingnum og sagt þetta gerist ekki í minni fjölskyldu, þarf ekki að fræða mín börn. Nokkrum mánuðum seinna kom það upp að barnið hennar hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ekki halda að þú þekkir alla sem eru í fjölskyldunni þinni og að því séu svona eða hinsegin. Taktu ákvörun og verndaðu börn. Öll börn í þínu umhverfi, ekki bara þín eigin.

Það er ekki verið að gera afbrotamenn úr öllu fólki, heldur hvetja fólk til að horfast í augu við raunveruleikan sem börnin okkar lifa við. Hvenær ætlum við að velja börnin og styðja þau?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála Sigga mín.Ég hef líka heyrt fólk taka svona til orða.En þú veist aldrei,þessvegna þarf að kenna börnum að setja öðrum mörk.

Margrét (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Helga Dóra

Hvern langar að gruna pabba sinn, afa, son eða bróður, frænda um eitthvað svona..... Þeir sem misnotuðu mig voru bræður, synir, annar þeirra faðir og eiginmaður, hinn bara unglingur...... þeir voru báðir frændur mínir sem foreldrar mínir treystu til að vera einum með mér.......

Bill Cosby sagði hjá Ophru áðan.. Hlustið og trúið barni sem segir frá.....

Börn ljúga ekki um svona..... Börn sem hafa ekki lent í þessu hafa ekki þekkinguna til að segja frá svona.........  

Ég get frætt dóttur mína og hún þekkir sína einkastaði... 

Þetta er nú bara orðið af bloggi....... Gangi þér vel í kvöld með tónleikana.... Vildi að ég kæmist...... Sendi ykkur góða strauma.......  

Helga Dóra, 8.5.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband